Reglur keilunnar
Að spila keilu
Keilurnar eru tíu og er þeim raðað upp eftir ákveðnum reglum. Leikurinn felst í að fella sem flestar keilur og til þess fær leikmaður tvö skot í hverri umferð.
Þessi tvö skot kallast einn rammi og eru tíu rammar einn heill leikur (tíu umferðir).
Stundum tekst að fella allar keilurnar í fyrsta skoti og kallast það fella og kemur þá merkið X á stigatöflunni.
Ef ekki tekst að fella allar keilurnar í fyrsta skoti þá kallast keilurnar sem eftir standa leifar. Ef það tekst að fella allar keilurnar í seinna skotinu kallast það feykja og kemur þá merkið / á stigatöflunni. Leikmaður skýtur tvisvar í fyrstu níu römmunum (umferðunum).
Í tíunda ramma (umferð), fær leikmaður aukaskot ef hann nær fellu eða feykju.
Góðir siðir í keilu
- Ekki má fara á útiskóm niður í gryfjuna (leiksvæðið) og passa þarf upp á að ekki komi bleyta undir keiluskóna.
- Ekki skjóta keilukúlunni fyrr en keiluvélin er komin upp og keilurnar standa þér opnar. Vélbúnaðurinn getur eyðilagst við þungt högg keilukúlunnar.
- Haltu þig á eigin braut og ekki fara yfir á brautir annarra leikmanna.
- Ef leikmaður er að fara að skjóta á brautinni við hliðina á þér, leyfðu honum að klára skotið áður en þú skýtur. Ekki þarf að bíða eftir leik mönnum sem eru nokkrum brautum frá þér.
- Gefðu öllum fimmu sem ná feykju eða fellu.
- Ekki dansa á brautinni, dansaðu við sófana.
Að spila keilu
Algengast er að nota 4 skref í atrennu.
Rétthentur leikmaður stígur fyrst fram í hægri fót og endar á að renna sér fram á vinstri fæti um leið og hann skýtur kúlunni með hægri hendi.
Örvhentir gera hið gagnstæða.
Línan sem skilur að stigbrautina og keilubrautina kallast refsilína. Ef leik - maður stígur á línuna er kastið ógilt og hann fær F á stiga-töflunni og þar með núll stig.