Keila
Keiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð.
RIG, Reykjavík International Games verða í Keiluhöllinni komandi daga, fimmtudaginn 31.jan og föstudaginn 1.feb verða allar keilubrautir uppteknar vegna leikanna til kl 17:30. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að koma og fylgjast með, húsið opnar kl 14:00 báða dagana.
Keiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð.
Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á öllum aldri njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu. Sendu póst á [email protected] eða fylltu út formið hér á vefsíðunni og fáðu tilboð fyrir afmælishópinn.
Sportbar á að hafa sál og hjarta. Þangað kemur venjulegt fólk og deilir ástríðu og tilfinningum. Við erum með þrjú risatjöld og tugi sjónvarpsskjáa – Boltatilboð af mat og drykk yfir öllum leikjum. Sjáðu leikinn sem skiptir þig máli - með fólki eins og þér.
Dagskráin er á Facebook síðunni okkar: www.facebook.com/keiluhollinegilsholl
Keiluhöllin í Egilshöll er fullkominn staður fyrir hópinn þinn. Vinahópar, vinnuhópar, afmælishópar, steggjanir, gæsanir og hópefli. Bókaðu hópinn hér á síðunni eða á: [email protected] . Pöntun eftir kl. 16.00 verður svarað daginn eftir. Sé pantað eftir kl. 16.00 á föstudegi, mun svar berast á mánudegi. Pöntun er ekki staðfest fyrr en að starfsmaður Keiluhallarinnar hefur sent staðfestingarpóst þess efnis. ATH. hópar miðast við
10 manns eða fleiri.
Glænýr veitingastaður í Keiluhöllinni í Egilshöll. Shake&Pizza er eins og nafnið gefur til kynna veitingastaður sem sérhæfir sig í pizzum og shake-um. Og við erum að tala einstakt úrval mjólkurhristinga sem ögra öllum viðmiðum og útpældar og vandaðar pizzur úr hágæðahráefni. Þú verður að smakka.
Þú ættir að prófa fjórðu bestu pizzu í heimi, hún heitir: Beikonsultupizzan :)